Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?

Í þætti vik­unnar er fjallað um brott­vísun þung­aðrar albanskrar konu sem gengin var nærri 36 vikur ásamt fjöl­­skyldu sinni, nýja íslenska lággjalda­flug­fé­lagið Play sem kynnt var til sög­unnar í síð­ustu viku, valda­blokk­irnar í íslensku við­skipta­lífi og úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðs­ins á íslensku efna­hags­­lífi.



Nafn nýs flug­fé­lags, Play, hefur vakið tölu­verða athygli sem og áætl­anir félags­ins um að greiða starfs­mönnum sínum minna fyrir meiri vinn­u. 



Í síð­ustu viku var þung­aðri albanskri konu sem gengin var nærri 36 vikur vísað úr landi, ásamt fjöl­­skyldu sinni, eig­in­­manni og tveggja ára barni, þrátt fyrir að telj­­ast bæði í áhætt­u­hópi vegna fyrri með­­­göngu og vera í erf­iðri stöðu sem umsækj­andi um alþjóð­­lega vernd. Brott­vís­unin var jafn­framt í and­­stöðu við ráð­­legg­ingar heilsu­­gæsl­unnar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.



Kjarn­inn fjall­aði um hið nýja Ísland í ítar­legum frétta­skýr­ingum í síð­ustu viku og þær fjár­fest­inga­blokkir einka­fjár­festa sem hafa verið að láta á sér kræla í atvinnu­líf­inu. En hvernig lítur þetta nýja Ísland út?



Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóð­ur­inn birti úttekt á íslensku efna­hags­­lífi í gær. Hvað var þar að finna?



Stjórn­andi þátt­ar­ins er Birna Stef­áns­dóttir og með henni eru að venju Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur. 



Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023