Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?

Í þætti vik­unnar er fjallað um brott­vísun þung­aðrar albanskrar konu sem gengin var nærri 36 vikur ásamt fjöl­­skyldu sinni, nýja íslenska lággjalda­flug­fé­lagið Play sem kynnt var til sög­unnar í síð­ustu viku, valda­blokk­irnar í íslensku við­skipta­lífi og úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðs­ins á íslensku efna­hags­­lífi.Nafn nýs flug­fé­lags, Play, hefur vakið tölu­verða athygli sem og áætl­anir félags­ins um að greiða starfs­mönnum sínum minna fyrir meiri vinn­u. Í síð­ustu viku var þung­aðri albanskri konu sem gengin var nærri 36 vikur vísað úr landi, ásamt fjöl­­skyldu sinni, eig­in­­manni og tveggja ára barni, þrátt fyrir að telj­­ast bæði í áhætt­u­hópi vegna fyrri með­­­göngu og vera í erf­iðri stöðu sem umsækj­andi um alþjóð­­lega vernd. Brott­vís­unin var jafn­framt í and­­stöðu við ráð­­legg­ingar heilsu­­gæsl­unnar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.Kjarn­inn fjall­aði um hið nýja Ísland í ítar­legum frétta­skýr­ingum í síð­ustu viku og þær fjár­fest­inga­blokkir einka­fjár­festa sem hafa verið að láta á sér kræla í atvinnu­líf­inu. En hvernig lítur þetta nýja Ísland út?Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóð­ur­inn birti úttekt á íslensku efna­hags­­lífi í gær. Hvað var þar að finna?Stjórn­andi þátt­ar­ins er Birna Stef­áns­dóttir og með henni eru að venju Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur. Auglýsing
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020