Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?

Í þætti vik­unnar er fjallað um brott­vísun þung­aðrar albanskrar konu sem gengin var nærri 36 vikur ásamt fjöl­­skyldu sinni, nýja íslenska lággjalda­flug­fé­lagið Play sem kynnt var til sög­unnar í síð­ustu viku, valda­blokk­irnar í íslensku við­skipta­lífi og úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðs­ins á íslensku efna­hags­­lífi.Nafn nýs flug­fé­lags, Play, hefur vakið tölu­verða athygli sem og áætl­anir félags­ins um að greiða starfs­mönnum sínum minna fyrir meiri vinn­u. Í síð­ustu viku var þung­aðri albanskri konu sem gengin var nærri 36 vikur vísað úr landi, ásamt fjöl­­skyldu sinni, eig­in­­manni og tveggja ára barni, þrátt fyrir að telj­­ast bæði í áhætt­u­hópi vegna fyrri með­­­göngu og vera í erf­iðri stöðu sem umsækj­andi um alþjóð­­lega vernd. Brott­vís­unin var jafn­framt í and­­stöðu við ráð­­legg­ingar heilsu­­gæsl­unnar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.Kjarn­inn fjall­aði um hið nýja Ísland í ítar­legum frétta­skýr­ingum í síð­ustu viku og þær fjár­fest­inga­blokkir einka­fjár­festa sem hafa verið að láta á sér kræla í atvinnu­líf­inu. En hvernig lítur þetta nýja Ísland út?Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóð­ur­inn birti úttekt á íslensku efna­hags­­lífi í gær. Hvað var þar að finna?Stjórn­andi þátt­ar­ins er Birna Stef­áns­dóttir og með henni eru að venju Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur. Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020