Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?

Í þætti vik­unnar er fjallað um brott­vísun þung­aðrar albanskrar konu sem gengin var nærri 36 vikur ásamt fjöl­­skyldu sinni, nýja íslenska lággjalda­flug­fé­lagið Play sem kynnt var til sög­unnar í síð­ustu viku, valda­blokk­irnar í íslensku við­skipta­lífi og úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðs­ins á íslensku efna­hags­­lífi.Nafn nýs flug­fé­lags, Play, hefur vakið tölu­verða athygli sem og áætl­anir félags­ins um að greiða starfs­mönnum sínum minna fyrir meiri vinn­u. Í síð­ustu viku var þung­aðri albanskri konu sem gengin var nærri 36 vikur vísað úr landi, ásamt fjöl­­skyldu sinni, eig­in­­manni og tveggja ára barni, þrátt fyrir að telj­­ast bæði í áhætt­u­hópi vegna fyrri með­­­göngu og vera í erf­iðri stöðu sem umsækj­andi um alþjóð­­lega vernd. Brott­vís­unin var jafn­framt í and­­stöðu við ráð­­legg­ingar heilsu­­gæsl­unnar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.Kjarn­inn fjall­aði um hið nýja Ísland í ítar­legum frétta­skýr­ingum í síð­ustu viku og þær fjár­fest­inga­blokkir einka­fjár­festa sem hafa verið að láta á sér kræla í atvinnu­líf­inu. En hvernig lítur þetta nýja Ísland út?Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóð­ur­inn birti úttekt á íslensku efna­hags­­lífi í gær. Hvað var þar að finna?Stjórn­andi þátt­ar­ins er Birna Stef­áns­dóttir og með henni eru að venju Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur. Auglýsing
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019