Staða Samherjamálsins, banki á breytingaskeiði og umdeilt fjölmiðlafrumvarp

Í þætti vik­unnar er fjallað um banka á breyt­inga­skeiði, stöðu Sam­herj­a­máls­ins hér á landi, sem og í Namib­íu, og hið marg­fræga fjöl­miðla­frum­varp.

Arion banki stendur um þessar mundir í umfangs­mik­illi end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstri sínum og er bank­inn að draga veru­lega úr umsvifum sín­um. Í því felst að tak­marka veru­lega útlán sín, fækka starfs­fólki hratt og borga út eins mikið af eigin fé sínu til eig­enda og hann kemst upp með, á sem skemmstum tíma.

Greint var frá því í gær að fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­íu, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra Namib­­íu, og þrír aðrir hefðu verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­ónir namibískra doll­­ara, jafn­­virði 860 millj­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­sóttan kvóta í Namib­íu. Sex­menn­ing­arnir drógu jafn­framt beiðni sína um lausn úr haldi gegn trygg­ingu til baka í gær og verða þeir því áfram í gæslu­varð­haldi til 20. febr­­­úar næst­kom­andi. En hvar standa málin hér á landi?

Þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sam­þykkti í gær að afgreiða út úr þing­flokknum frum­varp Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla. Sam­þykktin var þó með ýmsum fyr­ir­vörum meðal ann­ars þess að tekið yrði á umsvifum RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði. Nú er frum­varpið því loks að kom­ast í þing­lega með­ferð en Lilja hefur lagt mikla áherslu á gild­is­taka frum­varps­ins sé frá 1. jan­úar 2020.

Birna Stef­áns­dóttir stýrir þætt­inum að venju og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa kannski smitað aðra þung tilfinning
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020