Staða Samherjamálsins, banki á breytingaskeiði og umdeilt fjölmiðlafrumvarp

Í þætti vik­unnar er fjallað um banka á breyt­inga­skeiði, stöðu Sam­herj­a­máls­ins hér á landi, sem og í Namib­íu, og hið marg­fræga fjöl­miðla­frum­varp.

Arion banki stendur um þessar mundir í umfangs­mik­illi end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstri sínum og er bank­inn að draga veru­lega úr umsvifum sín­um. Í því felst að tak­marka veru­lega útlán sín, fækka starfs­fólki hratt og borga út eins mikið af eigin fé sínu til eig­enda og hann kemst upp með, á sem skemmstum tíma.

Greint var frá því í gær að fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­íu, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra Namib­­íu, og þrír aðrir hefðu verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­ónir namibískra doll­­ara, jafn­­virði 860 millj­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­sóttan kvóta í Namib­íu. Sex­menn­ing­arnir drógu jafn­framt beiðni sína um lausn úr haldi gegn trygg­ingu til baka í gær og verða þeir því áfram í gæslu­varð­haldi til 20. febr­­­úar næst­kom­andi. En hvar standa málin hér á landi?

Þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sam­þykkti í gær að afgreiða út úr þing­flokknum frum­varp Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla. Sam­þykktin var þó með ýmsum fyr­ir­vörum meðal ann­ars þess að tekið yrði á umsvifum RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði. Nú er frum­varpið því loks að kom­ast í þing­lega með­ferð en Lilja hefur lagt mikla áherslu á gild­is­taka frum­varps­ins sé frá 1. jan­úar 2020.

Birna Stef­áns­dóttir stýrir þætt­inum að venju og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Auglýsing
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020