Staða Samherjamálsins, banki á breytingaskeiði og umdeilt fjölmiðlafrumvarp

Í þætti vik­unnar er fjallað um banka á breyt­inga­skeiði, stöðu Sam­herj­a­máls­ins hér á landi, sem og í Namib­íu, og hið marg­fræga fjöl­miðla­frum­varp.

Arion banki stendur um þessar mundir í umfangs­mik­illi end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstri sínum og er bank­inn að draga veru­lega úr umsvifum sín­um. Í því felst að tak­marka veru­lega útlán sín, fækka starfs­fólki hratt og borga út eins mikið af eigin fé sínu til eig­enda og hann kemst upp með, á sem skemmstum tíma.

Greint var frá því í gær að fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­íu, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra Namib­­íu, og þrír aðrir hefðu verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­ónir namibískra doll­­ara, jafn­­virði 860 millj­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­sóttan kvóta í Namib­íu. Sex­menn­ing­arnir drógu jafn­framt beiðni sína um lausn úr haldi gegn trygg­ingu til baka í gær og verða þeir því áfram í gæslu­varð­haldi til 20. febr­­­úar næst­kom­andi. En hvar standa málin hér á landi?

Þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sam­þykkti í gær að afgreiða út úr þing­flokknum frum­varp Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla. Sam­þykktin var þó með ýmsum fyr­ir­vörum meðal ann­ars þess að tekið yrði á umsvifum RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði. Nú er frum­varpið því loks að kom­ast í þing­lega með­ferð en Lilja hefur lagt mikla áherslu á gild­is­taka frum­varps­ins sé frá 1. jan­úar 2020.

Birna Stef­áns­dóttir stýrir þætt­inum að venju og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Auglýsing
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019