Samþjöppun í sjávarútvegi, næsti útvarpsstjóri RÚV og hnignun fjórflokksins

Í þætti dags­ins er farið yfir hnignun fjór­flokks­ins, sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi og vanga­veltur um útvarps­stjóra Rík­is­út­varps­ins.

Fylgi fjór­flokks­ins svo­kall­aðs hefur dreg­ist hratt saman á skömmum tíma. Í síð­ustu þremur kosn­ingum hefur fylgið minnkað umtals­vert og kann­anir sýna að sú þróun virð­ist ekki á und­an­haldi. Hvaðan kemur þetta hug­tak fjór­flokk­ur­inn? 

Í síð­ustu viku lögðu þing­menn úr þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokkum fram nýtt frum­varp um nýt­ing­ar­rétt á fiskauð­lind­inni. Verði nýtt frum­varp að lögum þurfa meðal ann­ars útgerðir sem halda á meira en eitt pró­sent kvóta að skrá sig á markað og skil­yrði um hvað telj­ist tengdir aðilar þrengd mjög.

Magnús Geir Þórð­ar­son tók nýverið við hlut­verki Þjóð­leik­hús­stjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarps­stjóra. Umsókn­ar­frest­ur­inn um stöð­una rann út í gær eftir að hafa verið fram­lengdur einu sinni. Nú þegar hafa nokkrir þjóð­þekktir ein­stak­lingar greint frá umsókn sinni um stöð­una en RÚV ætlar ekki að birta nöfn umsækj­enda. 

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum og með henni að venju eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020