Sameining DV og Fréttablaðsins, stórsigur Borisar og vendingar í Samherjamálinu

Í þætti vik­unnar er farið yfir stór­sigur breska Íhalds­flokks­ins, sam­ein­ingu DV og Frétta­blaðs­ins, vend­ingar í Sam­herj­a­mál­inu og þing­lok. 

Íhalds­­­flokk­­ur­inn sigr­aði með afger­andi hætti í bresku þing­kosn­ing­unum í síð­ustu viku. Flokk­­ur­inn hlaut 365 þing­­menn og hef­ur 80 þing­­manna meiri­hluta, þann mesta sem flokk­­ur­inn hef­ur haft frá þriðju kosn­­ing­um Marg­aret Thatcher árið 1987. Að sama skapi hlaut Verka­­manna­­flokk­­ur­inn sína verstu út­reið í ára­tugi.

Greint var frá því í síð­ustu viku að Torg ehf., útgef­andi Frétta­blaðs­ins og Hring­braut­ar, hefði keypt DV. Samn­ing­ur­inn er þó með fyr­ir­vara um sam­þykki fjöl­miðla­nefndar og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins en verði af sam­ein­ing­unni verður þar á ferð eini fjöl­mið­ill lands­ins sem heldur úti prent-, net- og sjón­varps­miðli.

Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, sagði í við­tali við norska við­skipta­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv í síð­ustu viku að hann efað­ist um að nokkrar mút­u­greiðslur hefðu átt sér stað eða að fyr­ir­tækið væri eða hefði verið flækt í nokkuð ólög­­mætt. Þá sagði Björgólfur jafn­framt að Jóhannes Stef­áns­­son, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu fram á mitt ár 2016 og upp­­­ljóstr­aði um við­­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins þar, hefði verið einn að verki þegar kom að þeim greiðslum sem stæð­ust ekki skoð­un.Þing­­flokks­­for­­menn á Alþingi komust að sam­komu­lagi um þing­­lok í lok síð­ustu viku. Sam­­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins átti síð­­­asti þing­fundur fyrir jóla­frí að vera á föstu­dag­inn, það náði þó ekki fram að ganga og sömdu þing­menn­irnir að síð­asti dagur þings­ins yrði í dag, þriðju­dag.

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum í dag og með henni að venju eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020