Sameining DV og Fréttablaðsins, stórsigur Borisar og vendingar í Samherjamálinu

Í þætti vik­unnar er farið yfir stór­sigur breska Íhalds­flokks­ins, sam­ein­ingu DV og Frétta­blaðs­ins, vend­ingar í Sam­herj­a­mál­inu og þing­lok. 

Íhalds­­­flokk­­ur­inn sigr­aði með afger­andi hætti í bresku þing­kosn­ing­unum í síð­ustu viku. Flokk­­ur­inn hlaut 365 þing­­menn og hef­ur 80 þing­­manna meiri­hluta, þann mesta sem flokk­­ur­inn hef­ur haft frá þriðju kosn­­ing­um Marg­aret Thatcher árið 1987. Að sama skapi hlaut Verka­­manna­­flokk­­ur­inn sína verstu út­reið í ára­tugi.

Greint var frá því í síð­ustu viku að Torg ehf., útgef­andi Frétta­blaðs­ins og Hring­braut­ar, hefði keypt DV. Samn­ing­ur­inn er þó með fyr­ir­vara um sam­þykki fjöl­miðla­nefndar og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins en verði af sam­ein­ing­unni verður þar á ferð eini fjöl­mið­ill lands­ins sem heldur úti prent-, net- og sjón­varps­miðli.

Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, sagði í við­tali við norska við­skipta­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv í síð­ustu viku að hann efað­ist um að nokkrar mút­u­greiðslur hefðu átt sér stað eða að fyr­ir­tækið væri eða hefði verið flækt í nokkuð ólög­­mætt. Þá sagði Björgólfur jafn­framt að Jóhannes Stef­áns­­son, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu fram á mitt ár 2016 og upp­­­ljóstr­aði um við­­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins þar, hefði verið einn að verki þegar kom að þeim greiðslum sem stæð­ust ekki skoð­un.Þing­­flokks­­for­­menn á Alþingi komust að sam­komu­lagi um þing­­lok í lok síð­ustu viku. Sam­­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins átti síð­­­asti þing­fundur fyrir jóla­frí að vera á föstu­dag­inn, það náði þó ekki fram að ganga og sömdu þing­menn­irnir að síð­asti dagur þings­ins yrði í dag, þriðju­dag.

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum í dag og með henni að venju eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun vill skýrara orðalag um endurgreiðsluskyldu á brúarlánum
Orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu“, getur mögulega falið í sér að skuldari sem fái brúarlán tryggt af hinu opinbera líti svo á að í lánveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu ef greiðslufall verður hjá honum.
Kjarninn 28. mars 2020