Sameining DV og Fréttablaðsins, stórsigur Borisar og vendingar í Samherjamálinu

Í þætti vik­unnar er farið yfir stór­sigur breska Íhalds­flokks­ins, sam­ein­ingu DV og Frétta­blaðs­ins, vend­ingar í Sam­herj­a­mál­inu og þing­lok. 

Íhalds­­­flokk­­ur­inn sigr­aði með afger­andi hætti í bresku þing­kosn­ing­unum í síð­ustu viku. Flokk­­ur­inn hlaut 365 þing­­menn og hef­ur 80 þing­­manna meiri­hluta, þann mesta sem flokk­­ur­inn hef­ur haft frá þriðju kosn­­ing­um Marg­aret Thatcher árið 1987. Að sama skapi hlaut Verka­­manna­­flokk­­ur­inn sína verstu út­reið í ára­tugi.

Greint var frá því í síð­ustu viku að Torg ehf., útgef­andi Frétta­blaðs­ins og Hring­braut­ar, hefði keypt DV. Samn­ing­ur­inn er þó með fyr­ir­vara um sam­þykki fjöl­miðla­nefndar og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins en verði af sam­ein­ing­unni verður þar á ferð eini fjöl­mið­ill lands­ins sem heldur úti prent-, net- og sjón­varps­miðli.

Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, sagði í við­tali við norska við­skipta­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv í síð­ustu viku að hann efað­ist um að nokkrar mút­u­greiðslur hefðu átt sér stað eða að fyr­ir­tækið væri eða hefði verið flækt í nokkuð ólög­­mætt. Þá sagði Björgólfur jafn­framt að Jóhannes Stef­áns­­son, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu fram á mitt ár 2016 og upp­­­ljóstr­aði um við­­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins þar, hefði verið einn að verki þegar kom að þeim greiðslum sem stæð­ust ekki skoð­un.Þing­­flokks­­for­­menn á Alþingi komust að sam­komu­lagi um þing­­lok í lok síð­ustu viku. Sam­­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins átti síð­­­asti þing­fundur fyrir jóla­frí að vera á föstu­dag­inn, það náði þó ekki fram að ganga og sömdu þing­menn­irnir að síð­asti dagur þings­ins yrði í dag, þriðju­dag.

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum í dag og með henni að venju eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Auglýsing
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020