#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans

Í þætti vik­unnar er fjallað um brot Seðla­bank­ans á jafn­rétt­islög­um, pen­inga­þvætti og spill­ingu, og þær stór­fréttir sem nú heyr­ast frá Bret­landseyjum eða rétt­ara sagt #Megx­it. 

Í vik­unni sem leið var birt nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála í máli þar sem Seðla­bank­inn er tal­inn hafa snið­gengið mjög hæfa konu fyrir mun minna hæfan karl, en bank­inn hefur þrí­vegis brotið gegn jafn­rétt­islögum frá árinu 2012. En hvað felst í þess­ari nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála?

Harry Breta­prins komst í heims­frétt­irnar í síð­ustu viku ásamt eig­in­konu sinni, Meg­han Markle, en Sunna Ósk fjall­aði um málið á Kjarn­anum í ítar­legri frétta­skýr­ingu um helg­ina. Hún segir okkur nánar frá þessum vend­ingum í Kvik­unn­i. 

Nú rétt fyrir helgi sendi Sam­herji frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem fram kemur að fyr­ir­tækið ætli að þróa og inn­­­leiða heild­rænt stjórn­­un­­ar- og reglu­vörslu­­kerfi sem bygg­ist á áhætt­u­­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­­legar refsi­að­­gerðir og pen­inga­þvætti.

Á sama tíma kom fram í fréttum að rík­is­stjórnin ætli að setja 200 millj­ónir til við­bótar í rann­sóknir og varnir gegn pen­inga­þvætti og skattsvik­um. Hér­aðs­sak­sókn­ari fær við­bót­ar­fjár­magn til að rann­saka Sam­herj­a­málið og skatta­yf­ir­völd munu geta bætt við sig mann­afla tíma­bundið til að rann­saka „ýmis atriði sem þarfn­ast ítar­legrar skoð­un­ar.“

Bára Huld Beck stýrir þætt­inum í dag og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Sunna Ósk Loga­dótt­ir, blaða­mað­ur.

Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020