#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans

Í þætti vik­unnar er fjallað um brot Seðla­bank­ans á jafn­rétt­islög­um, pen­inga­þvætti og spill­ingu, og þær stór­fréttir sem nú heyr­ast frá Bret­landseyjum eða rétt­ara sagt #Megx­it. 

Í vik­unni sem leið var birt nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála í máli þar sem Seðla­bank­inn er tal­inn hafa snið­gengið mjög hæfa konu fyrir mun minna hæfan karl, en bank­inn hefur þrí­vegis brotið gegn jafn­rétt­islögum frá árinu 2012. En hvað felst í þess­ari nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála?

Harry Breta­prins komst í heims­frétt­irnar í síð­ustu viku ásamt eig­in­konu sinni, Meg­han Markle, en Sunna Ósk fjall­aði um málið á Kjarn­anum í ítar­legri frétta­skýr­ingu um helg­ina. Hún segir okkur nánar frá þessum vend­ingum í Kvik­unn­i. 

Nú rétt fyrir helgi sendi Sam­herji frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem fram kemur að fyr­ir­tækið ætli að þróa og inn­­­leiða heild­rænt stjórn­­un­­ar- og reglu­vörslu­­kerfi sem bygg­ist á áhætt­u­­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­­legar refsi­að­­gerðir og pen­inga­þvætti.

Á sama tíma kom fram í fréttum að rík­is­stjórnin ætli að setja 200 millj­ónir til við­bótar í rann­sóknir og varnir gegn pen­inga­þvætti og skattsvik­um. Hér­aðs­sak­sókn­ari fær við­bót­ar­fjár­magn til að rann­saka Sam­herj­a­málið og skatta­yf­ir­völd munu geta bætt við sig mann­afla tíma­bundið til að rann­saka „ýmis atriði sem þarfn­ast ítar­legrar skoð­un­ar.“

Bára Huld Beck stýrir þætt­inum í dag og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Sunna Ósk Loga­dótt­ir, blaða­mað­ur.

Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021