#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans

Í þætti vik­unnar er fjallað um brot Seðla­bank­ans á jafn­rétt­islög­um, pen­inga­þvætti og spill­ingu, og þær stór­fréttir sem nú heyr­ast frá Bret­landseyjum eða rétt­ara sagt #Megx­it. 

Í vik­unni sem leið var birt nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála í máli þar sem Seðla­bank­inn er tal­inn hafa snið­gengið mjög hæfa konu fyrir mun minna hæfan karl, en bank­inn hefur þrí­vegis brotið gegn jafn­rétt­islögum frá árinu 2012. En hvað felst í þess­ari nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála?

Harry Breta­prins komst í heims­frétt­irnar í síð­ustu viku ásamt eig­in­konu sinni, Meg­han Markle, en Sunna Ósk fjall­aði um málið á Kjarn­anum í ítar­legri frétta­skýr­ingu um helg­ina. Hún segir okkur nánar frá þessum vend­ingum í Kvik­unn­i. 

Nú rétt fyrir helgi sendi Sam­herji frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem fram kemur að fyr­ir­tækið ætli að þróa og inn­­­leiða heild­rænt stjórn­­un­­ar- og reglu­vörslu­­kerfi sem bygg­ist á áhætt­u­­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­­legar refsi­að­­gerðir og pen­inga­þvætti.

Á sama tíma kom fram í fréttum að rík­is­stjórnin ætli að setja 200 millj­ónir til við­bótar í rann­sóknir og varnir gegn pen­inga­þvætti og skattsvik­um. Hér­aðs­sak­sókn­ari fær við­bót­ar­fjár­magn til að rann­saka Sam­herj­a­málið og skatta­yf­ir­völd munu geta bætt við sig mann­afla tíma­bundið til að rann­saka „ýmis atriði sem þarfn­ast ítar­legrar skoð­un­ar.“

Bára Huld Beck stýrir þætt­inum í dag og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Sunna Ósk Loga­dótt­ir, blaða­mað­ur.

Auglýsing
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020