Hamfaraeldar í Ástralíu, umdeild rammaáætlun og bið eftir kvótaþakstillögum

Í þætti vik­unnar er fjallað um þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, kræfa elda í Ástr­al­íu, bið eftir kvóta­þaks­til­lögum rík­is­stjórn­ar­innar og rann­sóknir á WOW air.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, þriðji áfangi ramma­á­ætl­un­ar, verður lögð fram á Alþingi í febr­úar næst­kom­andi. Um óbreytta til­lögu er að ræða frá því að hún var fyrst lögð fram þing­vet­ur­inn 2015 til 2016 og síðar aftur 2016 til 2017. Um er að ræða umdeilda ramma­á­ætl­un. 

Skipta­­stjórar WOW air hafa vísað nokkrum málum til emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna gruns um að þar hafi átt sér stað ólög­­mæt hátt­­semi. Á meðal þeirra mála sem þar eru undir eru mál tengd skulda­bréfa­út­­­boði WOW air, sem lauk í sept­­em­ber 2018, og mál tengd hús­næði sem Skúli Mog­en­­sen, eig­andi og for­­stjóri WOW air, hafði til umráða í London.

Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, kynnti til­­lögur verk­efna­­stjórnar rétt fyrir helgi um bætt eft­ir­lit með fisk­veið­i­­auð­lind­inni er varðar end­­ur­­skoðun á meðal ann­­ars skil­­grein­ingu á tengdum aðilum í lögum um stjórn fisk­veiða á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi. Í til­­lög­unum er hvorki tekin afstaða til reglna um hámarks­­afla­hluts­­deild né kröfu um hlut­­fall meiri­hluta­­eignar í tengdum aðil­­um. Þau mál er enn til skoð­unar hjá nefnd­inni og verður fjallað um þau í loka­­skýrslu henn­­ar, sem á að skila í mars næst­kom­and­i. En hvað felst þá í þessum til­lög­um?

Varla hefur farið fram hjá nokkrum að miklir skóg­ar- og kjarr­eldar hafa geisað í Ástr­alíu að und­an­förnu en mörgum dýrum hefur verið bjargað þar í landi við slæmar aðstæð­ur. Marg­falt fleiri hafa þó farist og þeirra á meðal eru þús­undir kóala­bjarna.

Bára Huld Beck stýrir þætt­inum en með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Sunna Ósk Loga­dótt­ir, blaða­mað­ur.

Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023