Kvikan: 120 milljörðum betur varið í vöxt en áburð

„Bara til þess að setja þessa tölu í sam­hengi, 120 millj­arða króna, þá gæti hún verið mik­il­vægt vaxta­fjár­magn fyrir þús­und fyr­ir­tæki sem eru að fara inn vaxta­skeið. Ef eitt pró­sent þess­ara fyr­ir­tækja nær árangri þá gæti það samt skapað mik­inn fjölda ­starfa, en fram­lagið til þús­und fyr­ir­tækja myndi alltaf vita­skuld skapa þús­undir starfa, miklu fleiri en þau störf sem yrðu hugs­an­lega í áburða­verk­smiðj­unn­i,“ segir Viggó Ásgeirs­son, mannauðs­stjóri og einn stofn­enda hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Meniga, en hann er gestur í Kvik­unni, hlað­varps­þætti um efna­hags­mál og við­skipti.

Í þætt­inum ræðir hann meðal ann­ars um hug­myndir sem hafa komið upp um að reisa 120 millj­arða áburða­verk­smiðju, en sjö þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis á Alþingi.

Viggó segir rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja hér á landi, sem vaxi úr því að vera sprotar í að vera fyr­ir­tæki með vax­andi alþjóð­lega starf­semi, um margt vera ákjós­an­legt. Hann segir Meniga hafa notið góðs af þessum stuðn­ingi, meðal ann­ars með fram­lögum úr Tækni­þró­un­ar­sjóði, frá Frum­taki og úr fleiri átt­um, og einnig hafi fyr­ir­tækið geta nýtt sér 20 pró­sent skatt­afslátt fyrir rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf. „Sprotaum­hverfið er um margt ágætt, en þegar fyr­ir­tæki eru farin að vaxa þá vantar meiri stuðn­ing og ein­fald­lega meira fjár­magn,“ segir Viggó.

Upp­gangur Meniga, frá því fyr­ir­tækið var stofnað í byrjun árs 2009, hefur verið ævin­týri lík­ast­ur. Fyrr í þessum mán­uði var starfs­maður númer 100 ráð­inn. Í næsta mán­uði flytur fyr­ir­tækið í Turn­inn við Smára­torg þar sem hús­næði í Kringl­unni, þar sem Sjóvá er til húsa, var orðið of lít­ið. „Okkur hefur liðið óskap­lega vel í Kringl­unni og í raun­inni höfum við verið að fresta því að flytja vegna þess. Hús­næðið var hins vegar orðið alltof og lít­ið. En það verður gaman halda áfram að vaxa í Turn­in­um,“ segir Viggó.

photo (25)

Meniga leið­andi á heims­vísu í þróun og sölu heim­il­is­fjár­mála­lausna og afleiddum gagna­vörum og eru við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins meðal ann­ars margir af stærstu bönkum heims­ins.

 

Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023