Kvikan: 120 milljörðum betur varið í vöxt en áburð

„Bara til þess að setja þessa tölu í sam­hengi, 120 millj­arða króna, þá gæti hún verið mik­il­vægt vaxta­fjár­magn fyrir þús­und fyr­ir­tæki sem eru að fara inn vaxta­skeið. Ef eitt pró­sent þess­ara fyr­ir­tækja nær árangri þá gæti það samt skapað mik­inn fjölda ­starfa, en fram­lagið til þús­und fyr­ir­tækja myndi alltaf vita­skuld skapa þús­undir starfa, miklu fleiri en þau störf sem yrðu hugs­an­lega í áburða­verk­smiðj­unn­i,“ segir Viggó Ásgeirs­son, mannauðs­stjóri og einn stofn­enda hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Meniga, en hann er gestur í Kvik­unni, hlað­varps­þætti um efna­hags­mál og við­skipti.

Í þætt­inum ræðir hann meðal ann­ars um hug­myndir sem hafa komið upp um að reisa 120 millj­arða áburða­verk­smiðju, en sjö þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis á Alþingi.

Viggó segir rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja hér á landi, sem vaxi úr því að vera sprotar í að vera fyr­ir­tæki með vax­andi alþjóð­lega starf­semi, um margt vera ákjós­an­legt. Hann segir Meniga hafa notið góðs af þessum stuðn­ingi, meðal ann­ars með fram­lögum úr Tækni­þró­un­ar­sjóði, frá Frum­taki og úr fleiri átt­um, og einnig hafi fyr­ir­tækið geta nýtt sér 20 pró­sent skatt­afslátt fyrir rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf. „Sprotaum­hverfið er um margt ágætt, en þegar fyr­ir­tæki eru farin að vaxa þá vantar meiri stuðn­ing og ein­fald­lega meira fjár­magn,“ segir Viggó.

Upp­gangur Meniga, frá því fyr­ir­tækið var stofnað í byrjun árs 2009, hefur verið ævin­týri lík­ast­ur. Fyrr í þessum mán­uði var starfs­maður númer 100 ráð­inn. Í næsta mán­uði flytur fyr­ir­tækið í Turn­inn við Smára­torg þar sem hús­næði í Kringl­unni, þar sem Sjóvá er til húsa, var orðið of lít­ið. „Okkur hefur liðið óskap­lega vel í Kringl­unni og í raun­inni höfum við verið að fresta því að flytja vegna þess. Hús­næðið var hins vegar orðið alltof og lít­ið. En það verður gaman halda áfram að vaxa í Turn­in­um,“ segir Viggó.

photo (25)

Meniga leið­andi á heims­vísu í þróun og sölu heim­il­is­fjár­mála­lausna og afleiddum gagna­vörum og eru við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins meðal ann­ars margir af stærstu bönkum heims­ins.

 

Auglýsing
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019