Kvikan: 120 milljörðum betur varið í vöxt en áburð

„Bara til þess að setja þessa tölu í sam­hengi, 120 millj­arða króna, þá gæti hún verið mik­il­vægt vaxta­fjár­magn fyrir þús­und fyr­ir­tæki sem eru að fara inn vaxta­skeið. Ef eitt pró­sent þess­ara fyr­ir­tækja nær árangri þá gæti það samt skapað mik­inn fjölda ­starfa, en fram­lagið til þús­und fyr­ir­tækja myndi alltaf vita­skuld skapa þús­undir starfa, miklu fleiri en þau störf sem yrðu hugs­an­lega í áburða­verk­smiðj­unn­i,“ segir Viggó Ásgeirs­son, mannauðs­stjóri og einn stofn­enda hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Meniga, en hann er gestur í Kvik­unni, hlað­varps­þætti um efna­hags­mál og við­skipti.

Í þætt­inum ræðir hann meðal ann­ars um hug­myndir sem hafa komið upp um að reisa 120 millj­arða áburða­verk­smiðju, en sjö þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis á Alþingi.

Viggó segir rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja hér á landi, sem vaxi úr því að vera sprotar í að vera fyr­ir­tæki með vax­andi alþjóð­lega starf­semi, um margt vera ákjós­an­legt. Hann segir Meniga hafa notið góðs af þessum stuðn­ingi, meðal ann­ars með fram­lögum úr Tækni­þró­un­ar­sjóði, frá Frum­taki og úr fleiri átt­um, og einnig hafi fyr­ir­tækið geta nýtt sér 20 pró­sent skatt­afslátt fyrir rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf. „Sprotaum­hverfið er um margt ágætt, en þegar fyr­ir­tæki eru farin að vaxa þá vantar meiri stuðn­ing og ein­fald­lega meira fjár­magn,“ segir Viggó.

Upp­gangur Meniga, frá því fyr­ir­tækið var stofnað í byrjun árs 2009, hefur verið ævin­týri lík­ast­ur. Fyrr í þessum mán­uði var starfs­maður númer 100 ráð­inn. Í næsta mán­uði flytur fyr­ir­tækið í Turn­inn við Smára­torg þar sem hús­næði í Kringl­unni, þar sem Sjóvá er til húsa, var orðið of lít­ið. „Okkur hefur liðið óskap­lega vel í Kringl­unni og í raun­inni höfum við verið að fresta því að flytja vegna þess. Hús­næðið var hins vegar orðið alltof og lít­ið. En það verður gaman halda áfram að vaxa í Turn­in­um,“ segir Viggó.

photo (25)

Meniga leið­andi á heims­vísu í þróun og sölu heim­il­is­fjár­mála­lausna og afleiddum gagna­vörum og eru við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins meðal ann­ars margir af stærstu bönkum heims­ins.

 

Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021