„Það sem kom mér á óvart er það hversu mikil raunveruleg verðmætasköpun er í gangi í nýsköpun og frumkvöðlastarfseminni, sem er eiginlega alveg undir yfirborðinu,“ segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak-Innovit, en hún er gestur Kvikunnar, vikuleg hlaðvarps um viðskipti og efnahagsmál.
Þátturinn var tekinn upp í Innovation House, sem er til húsa á Eiðistorgi í Seltjarnarnesbæ, en þar eru hin ýmsu fyrirtæki að stíga sín fyrstu skref. „Það er mikill kraftur í húsinu,“ segir Salóme.
Í þættinum er meðal annars rætt um töluvert hraða breytingu sem er á verð á starfsumhverfi í tæknigeiranum hvað hluföll kynjanna varðar, en margir hafa þá ímynd af forritunarstörfum að það séu fyrst og síðast karlkynsnördar sem sinna slíkum störfum. Konur eru sífellt að sækja meira í þessi störf. Salóme segir grasrótarstarfi vera sinnt vel í nýsköpunar- og tæknigeiranum og konur séu með margvíslegum hætti að stilla saman strengi, með það að markmiði að styrkja tengslin sín á milli og efla áhuga kvenna á tæknitengdum störfum.