Í þessu sjöunda hlaðvarpi er rætt við Árdísi Kristínu Ingvarsdóttur, mann- og félagsfræðing. Árdís hefur einkum stundað rannsóknir á Grikklandi á stöðu flóttamanna sem hafa komið þangað vegna stríðsátaka í Miðausturlöndum og einnig frá Afríku. Hún hefur einkum fókuserað á það sem hún kallar verðandi karlmennsku og kynverund karla frá öðrum menningarheimum. Hér er spjallað um vettvangsreynslu og rannsóknir hennar á Grikklandi. Þetta er Skype viðtal, þar sem Árdís er stödd á Grikklandi, sem bitnar á hljómgæðum.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.