Í þessu áttunda hlaðvarpi er spjallað við Dr. Pamelu Innes, mannfræðing, og fer spjallið fram á ensku. Pamela hefur stundað umfangsmiklar rannsóknir á tungumálum frumbyggja Norður Ameríku, og málpólitík því tengdu. Auk þess hefur hún í seinni tíð rannsakað íslenska málpólitík, einkum þá sem snýr að íslenskukennslu fyrir innflytjendur, m.a. reynslu fullorðinna útlendinga á Íslandi af þessari kennslu og áhrif hennar á sjálfsmynd þeirra og samfélagsþátttöku.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.