Þrátt fyrir alla þá tækni sem er til staðar í heiminum í dag mega markaðsskrifstofur í ferðaþjónustubransanum ekki gleyma aðalatriðinu; Upplifun og ævintýri ferðamannsins trompa allt. Rætt er við Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóra Iceland Travel, um ferðaþjónustumarkaðinn í Markaðsvarpinu í dag. Hjá Iceland Travel starfa um 200 manns og hefur fyrirtækið verið í örum vexti að undanförnu.
Jón ræðir sérstaklega um ráðstefnu sem hann fór á sem heitir Skift Forum sem var haldin í New York á dögunum. Á ráðstefnunni komu ýmis stórfyrirtæki í ferðabransanum saman og deildu upplýsingum. Á meðal fyrirlesara voru stjórnendur frá Trip Advisor, Facebook, Google, Airbnb, Club Med, Marriott og Booking.com svo að dæmi séu tekin. Í Markaðsvarpinu er rætt um hvernig við hér heima eru staðsett í markaðssetningu miðað við fyrirtæki í ferðaþjónustu erlendis.
Rætt er sérstaklega um rafræna markaðssetningu enda er það helsta tól ferðaþjónustugeirans.