Í tíunda þætti er rætt við Alexöndru Briem sem skipar annað sætið á lista Pírata. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efstu frambjóðendur á hverjum lista eru teknir tali.
Alexandra Briem segir að bíllaus lífsstíll eigi ekki að vera jaðarsport. „Reykjavík hefur til áratuga verið byggð upp þannig að fólk þurfi nokkurn veginn að vera á bíl ef það getur. Við teljum það vera mikil mistök sem þarf að vinda ofan af. Við viljum bjóða upp á valmöguleika. Við sjáum í skoðanakönnunum að fleiri vilja nota bílinn minna eða mögulega ekkert heldur en geta það. Það er mjög mikilvægt að bjóða fólki upp á þann möguleika.“
Viðtalið má hlusta á í heild sinni á helstu hlaðvarpsveitum.