Í fimmta þætti er rætt við Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknarflokksins. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu og birtast næstu daga á helstu hlaðvarpsveitum.
Einar Þorsteinsson kemur nýr inn í borgarmálin en Framsóknarflokkurinn var ekki með mann í borgarstjórn á kjörtímabilinu sem er að líða.
Hann segir að Reykvíkingar verði að geta verið stoltir af borginni sinni, því megi ná fram með umbótum á ýmsum sviðum. „Við erum lausnarmiðuð, en við náttúrulega höfnum öllum öfgum. Við viljum leysa mál, við viljum ekki búa til vandamál.“