Dagur B. Eggertsson er gestur í sjöunda þætti hlaðvarpsins Með orðum oddvitanna í hlaðvarpi Kjarnans.
Oddvitar þeirra ellefu framboðslista sem verða á kjörseðlinum í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík þann 14. maí næstkomandi sitja fyrir svörum og skýra út stefnumálin í viðtalsþáttunum.
Í viðtalinu talar Dagur um mikilvægi þess að efla almenningssamgöngur. Borgarlínan muni skapa betri samgöngumöguleika fyrir alla, ekki bara notendur hennar heldur líka þá sem kjósi að vera á bíl. Hann segir það þó gefa auga leið að borgarbúar þurfi að hafa þann valmöguleika að sleppa bílnum. „Við getum ekki leyft okkur að velja leiðir sem auka útblástur,“ segir Dagur í þættinum.
Þátturinn er aðengilegur á helstu hlaðvarpsveitum.