Gunnar H. Gunnarsson oddviti framboðsins Reykjavík - Besta borgin situr fyrir svörum í öðrum þætti af Með orðum oddvitanna, hlaðvarpsþáttum Kjarnans í aðdraganda kosninga.
Oddvitar þeirra ellefu framboðslista sem verða á kjörseðlinum í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 14. maí skýra út stefnumálin í hlaðvarpi Kjarnans en í hverjum þætti er efsti frambjóðandi á einum lista tekinn tali.
Helsta baráttumál Reykjavík - Besta borgin er að fá byggð í Vatnsmýrina, það sé stærsta umhverfismál Reykvíkinga. Gunnar segir að á meðan flugvöllurinn sé enn á borgarlandi í Vatnsmýrinni eigi borgin að rukka ríkið um leigu vegna flugvallarins. Telur hann að leiguverð gæti numið allt að sjö milljórðum króna á ári og þeir peningar geti nýst borginni til að bæta þjónustu við borgarbúa.
„Það hefur enginn boðið Reykvíkingum svona góðan díl,“ segir Gunnar meðal annars í viðtalinu en hann segir Reykjavík - Bestu borgina eina framboðið sem sé tilbúið með áætlun um hvernig skuli fjármagna bætta þjónustu og lækkun gjalda á borgarbúa.