Oddvitar þeirra ellefu framboðslista sem verða á kjörseðlinum í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík þann 14. maí næstkomandi sitja fyrir svörum og skýra út stefnumálin í hlaðvarpi Kjarnans. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers framboðslista er tekinn tali.
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins er viðmælandi í sjötta þætti. Hún ræðir meðal annars stöðu húsnæðisupbyggingar í borginni. Henni þykja loforð um tvö til þrjú þúsund íbúða uppbyggingu á ári, sem hafa heyrst frá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum, vera „svolitlir strákastælar“. Í stað þess að festast í fjölda íbúða tali hún fyrir raunhæfum svæðum þar sem hægt sé að byrja að byggja strax.
Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum.