Í ellefta og síðasta þætti af Með orðum oddvitanna er Jóhannes Loftsson oddviti Ábyrgrar framtíðar tekinn tali.
Ábyrg framtíð bauð fram í einu kjördæmi í síðustu þingkosningum, en hlaut ekki náð fyrir augum kjósenda. Hann segir í viðtalinu að framboðið eigi fullt erindi í borgarpólitíkina. Eitt af helstu málum framboðsins er að vald sé aldrei án ábyrgðar.
„Við viljum að þegar hið opinbera hefur vald yfir þegnunum að þeir beri þá ábyrgð gagnvart þeim sem það hefur vald yfir. Ef það er ekki hægt þá viljum við að þegnarnir fái meira vald ef hið opinbera getur ekki höndlað ábyrgðina, það er grundvallarþema í öllum okkar stefnumálum,“ segir Jóhannes í viðtalinu.
Þættirnir birtast í Hlaðvarpi Kjarnans og í helstu hlaðvarpsveitum.