Í þriðja þætti er rætt við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
Þórdís Lóa ræðir um leikskólamál, borgarskipulag og margt fleira í þættinum.
„Við í Viðreisn höfum skýra sýn, við viljum sjá hérna nútímalega, alþjóðlega og skemmtilega borg fyrir alla en við vitum alveg að þegar kemur að því að tala saman eftir kosningar þá þurfum við öll að finna einhvern sameiginlegan kjarna og halda okkur við það.“