Í áttunda þætti er rætt við Sönnu Magdalenu Mörtudóttur oddvita Sósíalistaflokksins. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista í Reykjavík er tekinn tali. Þættirnir verða alls ellefu.
Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur verið eini fulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn á kjörtímabilinu. Í viðtalinu ræðir hún um hugmyndir flokksins um uppbyggingu á húsnæði fyrir alla, en hún leggur áherslu á að litið sé á húsnæði sem mannréttindi.
Hægt er að hlusta á þáttinn í helstu hlaðvarpsveitum.