Gylfi Ólafsson, skordýrafrumkvöðull, heilsuhagfræðingur og frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, er gestur vikunnar í Norðurskautinu. Hann segir að framleiðsla matvæla eða fóðurs úr skordýrum sé „hype“.
Í þættinum ræða þeir Jökull og Kiddi við Gylfa um sprotafyrirtæki sem hann tók þátt í að stofna. Fyrirtækið átti að nýta skordýr – nánar tiltekið svartar hermannaflugur – til að framleiða fóður til fiskeldis. En nú í lok október mun fyrirtækið loka.
Í opinskáu og heiðarlegu samtali ræðir Gylfi söguna á bakvið fyrirtækið, lærdóminn sem fylgdi því, og almennt um þá hreyfingu sem hefur myndast í kringum skordýrafrumkvöðla.