Orkugeirinn hér og landi er jafn umdeildur og hann er stór og flókinn. Erlendis hafa verið miklar breytingar á hrávörumarkaði undanfarið sem hafa bein áhrif á raforkuverð og samningsstöðu íslenskra orkufyrirtækja. Sæstrengurinn til Bretlands gæti svo breytt stórumhverfinu til lengri tíma ef það verkefni verður að veruleika.
Norðurskautið fékk til sín Ketil Sigurjónsson til að fara yfir þessi málefni og fleira sem tengist þessum risavaxna geira á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Jökull Sólberg Auðunsson og Kristinn Árni Lár Hróbjartsson.