Nú kárnar gamanið hjá félaga Harry. Einhver hefur opnað leyniklefann dularfulla í Hogwarts og breytir þeim sem ekki hafa hreint galdrablóð í stein; þeim sem uppnefndir eru blóðníðingar og skvib. Aðeins sá sem er arftaki Salazars Slytherin, eins stofnanda skólans, getur opnað klefann. Brátt beinast spjótin að Harry, aðrir nemendur halda að hann sé arftakinn, að hann sé að valda uslanum. En að vonum eru Ron og Hermione honum innan handar og saman ætla þau að komast til botns í málinu. Spurningin er þó: Hvers vegna er Harry Potter sá eini sem heyrir í morðóðu röddinni? Systkinin Bryndís og Emil hittast sem fyrr á Skype, ræða atburðarásina og velta fyrir sér þeim kynngimögnuðu fyrirbærum sem koma fyrir í sögunni.
Kjarninn í samstarfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn.is