Spennan magnast, allt fer í handaskolum í Hogwarts, Dumbledore er vikið frá vegna árásanna á nemendur og því taka Harry Potter og félagar málin í eigin hendur ‒ að sjálfsögðu. Undarleg fimmtíu ára gömul dagbók með auðum síðum kemur í leitirnar og þegar Harry
prófar að skrifa í hana svarar bókin. Gamall nemandi að nafni Trevor Delgome (Tom Riddle) átti bókina og hann fullyrðir að Hagrid sé sá sem opnaði leyniklefann. En það reynist ekki vera satt. Þegar Hermione verður fyrir árás og Ginny, litlu systur Rons, er rænt má engan
tíma missa. Harry og Ron finna innganginn að leyniklefanum og lenda í miklum hremmingum. Ýmsar kynjaskepnur koma fyrir í þessum lokahluta Harry Potter og leyniklefans, þar á meðal risaköngulær, fönix og basilíuslanga. Og stóra spurningin er: Hver er Tom Riddle? Í þættinum ljúka systkinin Emil og Bryndís umræðum um aðra bókina. Eftir áramót hefst síðan umræða um þriðju bókina: Harry Potter og fanginn frá Azkaban.