Það sem galdrastrákurinn þarf ekki að takast á við. Í þessum þætti fjalla Emil og Bryndís um 12.-16. kafla í Harry Potter og fanganum frá Azkaban. Prófessor Lupin kennir Harry einstaklega flókinn galdur gegn vitsugunum, Quidditch er allsráðandi enda úrslitakeppnin í aðsigi, gæludýraerjur Rons og Hermione ná hámarki, Hagrid er í öngum sínum vegna yfirvofandi lógunar Grágoggs og sem fyrr brýtur Harry reglur þrátt fyrir að augljós hætta steðji að. Snape hjálpar lítið til með því að reita Harry til reiði, en svo virðist sem Lupin nái til hans. En lærir Harry af mistökunum? Vonandi. Það á eftir að koma betur í ljós, því þetta er þriðja bók af sjö. Við eigum margt í vændum.
Meira handa þér frá Kjarnanum