Nú er komið að lokaátökunum í þriðju bókinni um Harry Potter. Afar óvæntar hrókeringar eiga sér stað í Draugakofanum þar sem Peter nokkur Pettigrew afhjúpast, en hann hefur sofið í rúmi Rons svo árum skiptir. Sirius Black er svo lengi að koma sér að efninu að Harry er hársbreidd frá því að drepa hann. Þegar allt virðist ætla að ganga upp skiptir Lupin hömum og allt fer í bál og brand að nýju. En Dumbledore hefur að sjálfsögðu þjóðráð í pokahorninu, sem felst í því að Hermione noti tímabreytinn. Systkinin Emil Hjörvar Petersen og Bryndís Freyja Petersen skeggræða kafla 17-22, ljúka þar með bókinni og bíða í ofvæni eftir því að fjalla næst um uppáhalds Potter-bók Bryndísar, Harry Potter og Eldbikarinn.
Meira handa þér frá Kjarnanum