Nú byrjar sagan að sprengja verulega utan af sér. Höfundurinn Rowling gefur sér góðan tíma í að kynna fyrir okkur persónurnar og söguheiminn, en í þessum þætti fjalla Emil og Bryndís um kafla 1-7 í Harry Potter og Eldbikarnum og þau eru ekki einu sinni komin í Hogwarts. Meðal annars hittum við alla Weasley-fjölskylduna samankomna og fáum innsýn inn í alþjóðasamfélag galdrafólks fyrir úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppni Quidditch. En í skugga gleðinnar bruggar Voldemort launráð. Hvað ætlast hann eiginlega fyrir með Harry Potter?
Meira handa þér frá Kjarnanum