Í þessum þætti ræða Emil og Bryndís um kafla 8-13 í Harry Potter og Eldbikarnum. Dráparar, undirlægjur Þú-veist-hvers, gera mikinn óskunda eftir úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppni í Quidditch og sýna þannig alþjóðagaldrasamfélaginu að það stafi enn ógn af honum. En það breytir því ekki að Harry Potter og félagar fari í Hogwarts á nýjan leik, en þegar þangað er komið segir Dumbledore nemendum frá því að Þrígaldraleikarnir hafi verið endurvaktir og munu verða haldnir í skólanum þetta árið. Nýr kennari í vörnum gegn myrkum öflum hefur verið ráðinn: Skröggur Illaauga. Sá náungi er sko harður í horn að taka, enda hafði hann gómað margan dráparann á sínum tíma. Þrátt fyrir að lífið í Hogwarts hafi sinn vanagang blunda áhyggjur í Harry yfir myrkraöflunum. Ætlar Sírius Black ekki að svara bréfinu hans?
Meira handa þér frá Kjarnanum