Harry á ekki sjö dagana sæla í köflum 9-14 í Harry Potter og Eldbikarnum. Skröggur Illaauga krefst þess að prófa banvæna bölvun á honum, einhver setur nafn Harrys í Eldbikarinn, sem þýðir að hann verði hreinlega að taka þátt í hinum stórhættulegu Þrígaldraleikum, og í kjölfarið fær hann flesta upp á móti sér, meira að segja Ron, besta vin sinn. En Harry setti ekki nafnið sitt í bikarinn, heldur mögulega einhver sem vill vinna honum mein. Sirius Black hefur miklar áhyggjur af gangi mála, Hermione er innan handar og fjórir stærðarinnar drekar koma til sögunnar. Það er allt að gerast …
Meira handa þér frá Kjarnanum