Nú er komið að lokahluta fjórðu bókarinnar um galdrastrákinn Harry Potter. Sjaldan hefur sagan verið jafn magnþrungin og átakanleg. Meistarar Þrígaldraleikanna glíma við þriðju þrautina, Harry og Cedric standa einir eftir og enda í drungalegum kirkjugarði þar sem sorglegir atburðir eiga sér stað. Myrkaherranum Voldemort tekst að líkamnast á ný og þeir Harry heyja einvígi. Þar á eftir afhjúpast þjónn Voldemorts í Hogwarts, Dumbledore sýnir á sér nýjar hliðar, galdramálaráðherrann Cornelius Fudge er í bullandi afneitun og það er augljóst við enda bókarinnar að sagan mun taka nýja stefnu. Erfiðir tímar eru framundan.
Hlaðvarpið Pottersen fer nú í smá sumarfrí og eftir það hefjast umræður um Harry Potter og Fönixregluna.