Systkinin Emil og Bryndís koma úr sumarfríi, hittast á Skype og kafa ofan í heim Harry Potter-bókanna á nýjan leik. Sagan stækkar og þéttist með hverri bók og nú er það sú fimmta, Harry Potter og Fönixreglan, sem er til umræðu, kaflar 1-5. Líkt og áður þarf Harry að húka hjá Dursleyhjónunum yfir sumarið áður en hann fer aftur í Hogwarts, en í þetta skiptið er dvölin einstaklega ömurleg og erfið. Harry hefur gengið í gegnum svo margt, hann komst naumlega undan Voldemort en hann fær ekkert að vita hvað gengur á í galdraheiminum. En eftir mikinn hildarleik nálægt Runnaflöt er hann loks sóttur, hann hittir vini sína og kemst að því hverjir mynda hina háleynilegu Fönixreglu. Þessi langa bók er rétt að hefjast …
Meira handa þér frá Kjarnanum