Emil og Bryndís ræða kafla 6-9 í Harry Potter og Fönixreglunni. Á heimili hinnar alræmdu Black-fjölskyldu heldur Fönixreglan sig, húsálfurinn sturlaði, Kreacher, eys svívirðingum yfir alla, Sirius fræðir Harry um ætt sína og þar á eftir fáum mikla innsýn inn í galdrasamfélagið þegar Herra Weasley fer með Harry í Galdramálaráðuneytið. Þá þarf söguhetjan að sitja fyrir rétti fyrir að hafa galdrað „í leyfisleysi“ í návist mugga. Ron og Hermione fá góðar fréttir sem sendir Harry í hugarstríð og Frú Weasley hnígur niður í átökum við bogga. Það er ljóst að allir sem tengjast Fönixreglunni eru í mikilli hættu, en það breytir því ekki að Harry og félagar eru á leið í Hogwarts á nýjan leik.
Meira handa þér frá Kjarnanum