Stóra stundin er runnin upp, Harry og félagar eru á leið í Hogwarts, en það er ekki þar með sagt að skólavistin verði dans á rósum. Í köflum 10-13 í Fönixreglunni gengur töluvert á. Nemendur pískra um Harry og af sumum er hann talinn brjálaður vegna þess að hann segir Voldemort hafa snúið aftur. Galdraunglingurinn skeytir auðveldlega skapi og á í erfiðleikum með að halda sér í andlegu jafnvægi, sem leiðir til þess að hann rífst við félaga sína í Gryffindor, öskrar á nýja kennarann, prófessor Umbridge, og það endar með því að hann þarf að sitja eftir hjá henni. Refsiaðferðirnar eru vægast sagt grófar og upp vakna spurningar um hvort hún sé á bandi myrkrahöfðingjans. Lúna Lovegood kemur til sögunnar, Hermione sinnir hlutverki sínu sem umsjónarmaður, Ron á sér leyndarmál, Draco Malfoy er samur við sig og margt fleira. En hvar er Hagrid?
Meira handa þér frá Kjarnanum