Hlaðvarpið Pottersen er eins árs! Systkinin Emil og Bryndís halda upp á það með því að hittast á Skype og tala áfram um Harry Potter! Í þessum þætti eru kaflar 19-23 í Fönixreglunni til umræðu. Margt og mikið gerist: Afdrifaríkur Quidditch-leikur, Harry fer í kossaflens, Hagrid snýr aftur, Harry flakkar inn í huga slöngu og hefur áhyggjur af því að hann sé orðinn handbendi Voldemorts, þau rekast á Neville Longbottom á Sankti Mungo sjúkrahúsinu og þar með er leyndarmálið hans opinberað.
Meira handa þér frá Kjarnanum