Pottersen er komið úr stuttri pásu, Emil er fluttur heim til Íslands og Bryndís er búin að redda hljóðnema. Nú skeggræða systkinin Harry Potter-bækurnar í sama rými! Og nú er á dagskrá 6. bókin, Harry Potter og blendingsprinsinn. Í þættinum eru kaflar 1-5 ræddir, en það er augljóst að margt og mikið er í uppsiglingu. Muggaheiminum stafar ógn af Voldemort, nýr galdramálaráðherra hefur tekið til starfa, Snape leikur tveimur skjöldum, Dumbledore heldur engu leyndu lengur, Harry hittir vini sína á ný og segir þeim sannleikann: hann er hinn útvaldi …
Meira handa þér frá Kjarnanum