Pottersen – 27. þáttur: Bakgrunnur Voldemorts

Í þessum þætti eru kaflar 6-10 í Blend­ingsprins­inum rædd­ir. Sökum ástands­ins í galdra­sam­fé­lag­inu er lífið í Ská­stræti orðið heldur dap­ur­legt. Þar og í Hogwarts-­lest­inni kemst Harry á snoðir um illar ráða­gerðir Dracos, nýi kenn­ar­inn Slug­horn sleikir upp efni­lega nem­end­ur, Dumbledore sýnir hver bak­grunnur Volde­morts er og Harry fær í hend­urnar útkrot­aða upp­skrifta­bók um töfra­drykki sem gagn­ast býsna vel …