Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa

Í þessum þætti spjalla systk­inin Emil og Bryn­dís um kafla 20-23 í Harry Potter og blend­ingsprins­in­um. Nú er farið að síga á seinni hluta bók­ar­innar og spennan magn­ast. Harry er með Draco Mal­foy á heil­an­um, Hag­rid syrgir köngu­lóna Ara­gog, Hermione og Ron eru byrjuð að tala aftur saman og Dumbledore þykir ekk­ert mik­il­væg­ara en að Harry nái minn­ingu Slug­horns um hinn unga Volde­mort og hel­krossa.