Sjöunda bókin, Harry Potter og dauðadjásnin, liggur fyrir. Emil og Bryndís ræða fyrstu fjóra kaflana og strax er af nógu að taka. Þau fylgjast með Voldemort níðast á þjónum sínum, Harry kveður Runnaflöt og Dursley-fjölskylduna, Fönixreglan og vinir Harrys halda hlífiskildi yfir honum, en það reynist ekki nóg. Bókin er varla byrjuð og hasarinn er á háu stigi, í háloftunum.
Það er ljóst að þetta verður svakaleg bók. En verður allt í lagi með Hagrid … ? Pottersen-systkinin geta varla beðið eftir því að halda áfram – en eftir 7. bók fara þau yfir í aðrar bækur sem tengjast söguheiminum.