Kaflar 8-11 í Harry Potter og dauðadjásnunum eru til umræðu. Spennan magnast enn á ný og uppi verður fótur og fit í brúðkaupinu í Hreysinu þegar dráparar Voldemorts birtast. Galdramálaráðuneytið er fallið. Harry, Hermione og Ron komast naumlega undan og eru nú á flótta og í felum. Harry fær efasemdir um Dumbledore, við komumst að því hver R.A.B. er og sjáum aðra hlið á húsálfinum Kreacher.
Emil og Bryndís taka sinn tíma í að ræða síðustu bókina enda mætast þar allir þræðir bókaflokksins.