Pottersen-systkinin Emil og Bryndís hafa nú lesið og rætt í þaula allar Harry Potter-bækurnar sjö! Í þessum þætti liggja kaflar 35-36 og eftirmálinn fyrir. Harry hittir Dumbledore á óræðum stað milli lífs og dauða þar sem þeir ræða málin. Þeir kveðjast í hinsta sinn og Harry vaknar aftur í Forboðna skóginum.
Lokaátökin eiga sér stað í Hogwarts, enginn er tilbúinn til að gefast upp fyrir Voldemort. Örlög Trevors Delgome eru ráðin. Nítján árum eftir bardagann hittum við söguhetjurnar aftur þar sem ný kynslóð galdramanna og norna heldur af stað með Hogwarts-lestinni.
Sögunni um galdrastrákinn er lokið, en hlaðvarpið Pottersen mun halda áfram innan tíðar með frekari umræðum um galdraheiminn.
Pottersen er á Twitter: https://twitter.com/harrypottersen