Gestur vikunnar í mannfræðihlaðvarpinu Raddir margbreytileikans er Geir Gunnlaugsson. Hann er fæddur árið 1951 í Gautaborg í Svíþjóð og lauk námi við læknadeild Háskóla Íslands árið 1978. Hann fluttist svo til Stokkhólms þar sem hann lauk doktorsprófi í barnalæknisfræði árið 1993 og meistaraprófi við lýðheilsufræði árið 1997 í Karolinska háskólanum.
Geir hefur gegnt ýmsum störfum en hann var landlæknir á árunum 2010 til 2015, barnalæknir á barnadeild Karolinska Sankt Göran sjúkrahússins, sem í dag er Astrid Lindgren sjúkrahúsið, í 8 ár og hefur eytt mörgum árum við rannsóknir í Gíneu-Bissá. Geir kennir fræðigreinina hnattræna heilsu við HÍ.
Við ræddum við Geir um bólusetningar, áhrif COVID-19 faraldursins á samfélagið í Gíneu-Bissá og aðgengi að upplýsingum og samfélagsmiðlum þar í landi.