Í þessum þætti er rætt við mannfræðingana Gunnar Þór Jóhannesson og Katrínu Önnu Lund um nýútkomna bók þeirra, sem ber titilinn Áfangastaðir. Bókin fjallar um ferðamennsku og áfangastaði út frá marglaga fræðilegum sjónarhornum og byggir einkum á rannsókn þeirra á Galdrasetrinu á Ströndum. Áður hefur verið rætt við þau bæði, í sínu hvoru lagi, í fyrri hlaðvörpum.
Gunnar Þór Jóhannesson fæddist 1976 á Blönduósi. Hann er með BA gráðu í mannfræði frá HÍ (1999), MA í mannfræði frá HÍ (2003) og doktorsgráðu frá RUC í þverfélagsvísindalegum greinum (mannfræði, landafræði, o.fl.). Gunnar Þór hefur stundað rannsóknir á ferðamennsku í félagslegu og menningarlegu samhengi um árabil þar sem hann hefur beitt mannfræðilegum gleraugum á viðfangsefnið. Í þessum þætti er rætt um mótun ferðaþjónustu á Íslandi, orðræður henni tengdar og hvernig ferðaþjónustan, sem menningarlegt fyrirbæri, endurspeglar mikilvæga þætti í lífsháttum okkar og samfélagi, og hvernig hún tengist hugmyndum um „okkur“ og „hina“.
Katrín Anna Lund er fædd 1964 í Reykjavík. Hún lauk BA prófi 1991 í mannfræði við HÍ, MA í mannfræði 1992 frá Háskólanum í Manchester og doktorsprófi í mannfræði 1998 frá sama skóla. Katrín Anna hefur stundað rannsóknir tengdum ferðamennsku og ferðamenningu með fyrirbærafræðilegar nálganir að leiðarljósi. Hún hefur, í samstarfi við Gunnar Þór Jóhannesson, rannsakað ferðamál á Íslandi, mótun leiða og áfangastaða fyrir ferðamenn.
Mynd: Kristinn Ingvarsson