Gestur vikunnar í mannfræðihlaðvarpinu Raddir margbreytileikans er Stephanie Matti.
Stephanie var fædd árið 1986 í Sviss en ólst upp í Nýju Suður Wales í Ástralíu. Hún kennir verkefnaáætlanir, eftirfylgni og úttektir við HÍ en hefur einnig haldið fyrirlestra um hættuástand, hörmungar og mannúðarviðbrögð.
Hún er doktorsnemi við mannfræðideild HÍ þar sem hún er að rannsaka stóra sprungu fyrir ofan Svínafellsjökul og viðbrögð heimamanna við henni. Leiðbeinandi hennar er Helga Ögmundardóttir.
Steph er með bachelor-gráðu í alþjóðasamskiptum frá La Trobe háskóla í Melbourne í Ástralíu. Rannsóknarefni hennar þar var námugröftur í Kongó og Kínverskar fjárfestingar. Hún er með meistaragráðu í alþjóðlegum fræðum frá Háskólanum í Genf þar sem hún rannsakaði kynferðislega hegðun starfsmanna í mannúðarviðbrögðum. Hún hefur unnið í Pakistan, Myanmar og Afghanistan.
Við spjölluðum við Steph um doktorsritgerðina og lífið sem starfsmaður í Pakistan, Myanmar og Afghanistan.
Stephanie Matti was born in 1986 in Switzerland but grew up in New south Wales in Australia. Steph teaches a course about project monitoring and evaluations as well as providing lectures on crises, disasters, and humanitarian response. She is a PHD student in the anthropology department and is currently doing research on a crack above Svínafellsjökull glacier and the effects on the people living and working in the area. Her supervisor is Helga Ögmundardóttir.
Steph got her BIR from La Trobe university in Melbourne, Australia, where she focused on Congolese mining and Chinese investment. Her master's degree was in international studies at the University of Geneva where she focused on sexual behavior of humanitarian workers. She has worked in Pakistan, Myanmar, and Afghanistan.
We spoke to Steph about her PHD study as well as life working in Pakistan, Myanmar, and Afghanistan.
Þátturinn er á ensku.