Gestur hlaðvarpsins er Sanna Magdalena Mörtudóttir, mannfræðingur og borgarfulltrúi. Sanna fæddist í Reykjavík 3. maí 1992 og hefur búið víða um höfuðborgarsvæðið og hér og þar í London Englandi.
Hún lauk BA prófi í mannfræði árið 2015 við Háskóla Íslands og meistaraprófi í mannfræði árið 2018 við sama skóla. Rannsóknarsvið Sönnu snúa að margbreytileika, kynþáttafordómum og kynþáttahyggju en lokaritgerð hennar í meistaranáminu er um upplifun brúnna Íslendinga á því að tilheyra íslensku samfélagi.
Sanna hefur unnið við ýmis störf, hún byrjaði snemma að bera út, vann sem vagtstjóri á veitingastöðum og í gestamóttöku, sem aðstoðarkennari í HÍ og aðstoðarmaður prófessors en í dag er hún borgarfulltrúi fyrir Sósíalistaflokk Íslands.