Í þessum þætti er rætt við Helgu Ögmundardóttur, lektor við félagsfræði-, mannfræði-, og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og kennir meðal annars áfanga í umhverfismannfræði og rannsóknaraðferðum en er í rannsóknarleyfi núna. Helga er fædd í Neskaupstað árið 1965. Rannsóknir Helgu snúast um umhverfið og umhverfismannfræði en hún hefur unnið mikið í skógrækt og garðyrkju.
Í þættinum ræðum við leið hennar í mannfræði, áhrif hamfarahlýnunar á Íslandi, hversu skemmtilegt það er að tala við blómin sín og margt fleira.
Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst. Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.