Hvenær byrjuðu Japanir að borða súshí? Af hverju er Japan kallað Japan? Og hver er þessi Himiko – nornadrottning sem kínversk sagnarit skrifa um og drottnar yfir eyjum í austri skammt frá löndum nakta fólksins, dverganna og mannanna með svörtu tennurnar?
Þessum spurningum og fleirum verður svarað í þessum þætti sem gerist undir lok Yaoyoi tímabilsins milli 50-300 eftir krist þegar fyrstu rituðu heimildir um mannfólk í Japan eru ritaðar. Persónur og leikendur eru keisarinn af Cao Wei, konungurinn af Na og að sjálfsögðu Himiko, goðsagnakennda drottningin sem hugsanlega var fyrsta konan til að stýra Japan.
Myndin eftir útskurðarmeistarann Tsukioka Yoshitoshi sýnir keisaraynjuna Jingu sem samkvæmt japönskum fornritum var uppi á svipuðum tíma og Himiko – og þær gætu verið sama persónan þó svo erfitt sé að sanna tilvist hennar.