Í þessum þætti er fjallað um stóra samhengið, hvernig búddhisminn barst um Austur-Asíu og óvæntar tengingar milli Kína og Rómarveldis. En hvað hefur það með Japan að gera í dag? Og Bon-hátíðina og söguna um hérann sem stökk til Japans á baki hákarla?
Myndin sýnir Búddha líkneski frá annarri öld fyrir krist frá Gandhara (núverandi Norður-Pakistan) sem höfundur þáttarins tók á þjóðminjasafni Japans í Ueno í fyrra.