Á tímabilinu milli 250 til 500 voru reistir um það bil 160.000 grafhýsi fyrir ýmsa smákonunga í Japan. Stærstu grafhýsin risu þar sem í dag má finna borgina Osaka, og á nærliggjandi svæðum þar í kring, en myndin sem fylgir þættinum sýnir það stærsta þeirra. Um 35 metra hár og 486 metra langur hóllinn var að öllum líkindum reistur fyrir konung sem síðar meir hefur verið nefndur Nintoku keisari.
Um þetta tímabil er fátt vitað með vissu, en fjölmargar goðsögur og þjóðsögur sem eiga að gerast á tímabilinu má finna í fornritum á borð við Nihon Shoki og Kojiki sem skrifuð voru við upphaf miðalda í Japan.
Snæbjörn Brynjarsson rithöfundur og þáttastjórnandi Sögu Japans hefur lengi verið heillaður af landinu og hér heldur hann áfram að fjalla um sögu þess og menningu. Hægt er að nálgast og hlusta á fleiri þætti í þáttaröðinni hér.