Jingu keisaraynja var fyrsta konan sem rataði á peningaseðil þegar seðlabanki Japans var stofnaður á nítjándu öld. En þessi járnaldardrottning hét ekki Jingu, var ekki keisaraynja og var hugsanlega aldrei til.
Eða hvað? Það eru ótal leiðir til að lesa goðsöguna um þessa konu sem kannski var uppi árið 200, 300 eða 400 eftir því hvernig lesið er í ártölin, og sagnfræðingar eru enn ekki sammála um hvort hún leiddi japanskan innrásarher inn í Kóreu eða kóreska innrás í Japan.
Mynd sem fylgir þættinum sýnir peningaseðilinn sem prentaður var árið 1888.
Snæbjörn Brynjarsson er þáttastjórnandi Sögu Japans.